Fylltar kjúklingabringur með paprikupestó og sólþurrkuðum tómötum

0.0/5 hattar (0 atkvæði)
 • Ready in: 40-50 mínútur
 • Complexity: medium
 • Origin: Kjúklingur

Ingredients

 • 3-4 kjúklingabringur
 • 200 g rjómaostur
 • 4 -5 sólþurrkaðir tómatar, saxaðir
 • 3 msk paprikupestó
 • 1/2 búnt fersk basilika, söxuð
 • salt og pipar
 • Parmaskinka
 • ------
 • Steinseljusósa:
 • 1/2 laukur
 • 10 sveppir
 • 500 ml rjómi
 • 1 kjúklingateningur
 • lítið búnt steinselja
 • soðið af kjúklingabringunum

Directions

 1. Aðferð við bringur: Hrærið saman rjómaosti, sólþurrkuðum tómötum, paprikupestó og basiliku.  Skerið vasa í bringurnar og setjið fyllinguna þar í. Kryddið með salti og pipar og vefjið parmaskinkunni þétt utan um hverja bringu. Setjið inn í 180°C í 40- 50 mínútur eða þar til bringurnar eru fulleldaðar. 

 2. Aðferð við Steinseljusósuna: Steikið lauk og sveppi upp úr smjöri. Hellið rjóma út á pönnunaog bætið kjúklingateningnum saman við ásamt saxaðri steinselju. Leyfið að malla í dágóða stund. Takið af soðinu sem hefur lekið úr kjúklingabringunum og bætið í sósuna. 

   

   

   

  Þessi uppskrift birtist í jólablaði Húsfreyjunnar 2014

Leiðbeiningastöð heimilanna

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 1135;
lh@leidbeiningastod.is