Fléttubrauð

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

  • 2 tsk þurrger eða 25 g pressuger
  • 4 1/2 dl volgt vatn
  • 1 1/2 dl jógúrt án bragðefna
  • 125 g byggmjöl
  • 75 g maísmjöl (polenta)
  • 25 g hrásykur
  • 2 tsk salt (Maldon)
  • ca 500 g hveiti
  • 1 egg og 1 msk kalt vatn til að pensla brauðið með.

Directions

  1. Salt, sykur og ger leyst upp í volgu vatninu þangað til gerið fer að freyða. 

  2. Þá er jógúrtinu hrært út í og síðan byggmjöli og maísmjöli, og síðast er hveitinu í 2-3 skömmtum hnoðað í deigið þangað til það er orðið mátulega þykkt og þétt. 

  3. Búin til kúla úr því og sett i skál, breytt yfir og látið hefast í ca 1 og 1/2 klst. Hnoðað upp og búið til ílangt flatt brauð sem skorið er í 3 lengjur að öðrum endanum. Lengjunum fléttað saman. 

  4. Sett á bökunarplötu með bökunarpappír og látið hefast í 1/2 klst.
    Penslað með samanhrærðu eggi og vatni og bakað í 210° heitum ofni í ca 30 mín.

  5. Látið kólna á bökunargrind svo að skorpan haldist stökk.


  6. Einstaklega er gott að að hella olífuolíu á brauðsneiðarnar (eða dýfa í) og smyrja með pestói og borða með t.d. ítölsk ættuðum mat.