Flatkökur

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

 • 200 gr hveiti
 • 200 gr heilhveiti
 • 200 gr rúgmjöl
 • 4 tsk lyftiduft eða natron
 • 1 tsk salt
 • 4 1/2 - 5 dl hituð mjólk

Directions

 1. Öllu blandað saman fyrir utan mjólkina sem er hituð og sett síðast í. Hrært/ hnoðað saman og skipt í 10 jafna hluta.

  Hver hluti er hnoðaður milli handann og gott er að bera olíu á hendurnar til að deigið festist ekki.

  Flatt út í kringlóttar kökur, pikkaðar með gafli og bakaðar strax á rafmagnshellu eða pönnu.

Leiðbeiningastöð heimilanna

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 1135;
lh@leidbeiningastod.is