Fiskur með vínberjum

4.0/5 rating 1 vote

Ingredients

 • 800 g fiskur
 • 1 blaðlaukur
 • nokkrir sveppir
 • 100 g vínber
 • 2 dl matreiðslurjómi
 • sítrónupipar og salt e. smekk
 • matarolía

Directions

 1. Fiskurinn er skorin í litla bita og lagður á botnin í smurt eldfast mót.
  Blaðlaukur og sveppir skornir í sneiðar og mýktir í olíu á pönnu í smástund. Vínberin eru skorin í tvennt og þau sett út í lauk og sveppablönduna smástund.
  Rjómanum hrært saman við og kryddað með sítrónupipar og salti og blöndunni hellt yfir fiskinn.
  Bakað í 200° heitum ofni í 10 - 15 mínútur eða þangað til fiskurinn hefur stífnað í gegn.