Þorskflökin tætt í blandara eða sett í gegnum hakkavél.
Eggjahvíta, kartöflumjöl og kryddi hrært saman við.
Reykti laxin skorin í li litla bita og bætt út í. Hrært vel.
Ath. að laxinn er aðeins saltur þannig að ekki þarf að salta farsið mikið.
Mótaðar fremur litlar bollur og steiktar í vel heitri olíunni í ca 3 mínútur á hvorri hlið.
Meðlæti með þessum bollum er t.d. sólkjarnarúgbrauð með smjöri og salat úr agúrku og salatlauk.
Einnig kartöflur ef vill.