Fiskur og laukur er hakkaður og sett í hrærivélaskál.
Þurrefnum, eggi og kryddi bætt út í. Hrært vel saman og mjólkinni hellt í smátt og smátt þangað til farsið er mátulega þykkt og þétt.
Mótaðar bollur og steiktar í vel heitri olíu á pönnu. Þegar bollurnar hafa verið steiktar á báðum hliðum er vætt vatni á pönnuna og soðið í nokkrar mínútur með loki yfir.
Meðlæti
Soðnar kartöflur, hrásalat og remúlaðisósa. Eins má búa til brúna sósu úr soðinu.