Fiskfars

3.6/5 hattar (5 atkvæði)

Ingredients

  • 1 kg roðflett ýsuflök
  • 1-2 egg
  • 1 laukur
  • 4 msk hveiti
  • 1 msk kartöflumjöl
  • 2 tsk salt
  • 1/2 tsk hvítur pipar
  • 1/2 tsk Aromat
  • kardimommuduft á hnífsoddi
  • 1-2 dl mjólk
  • Einnig má setja 1-2 msk af þurrkuðu kryddi s.s. graslauk og /eða steinsselju í farsið.
  • Olía til að steikja úr. Vatn.
  • Bornar fram með góðu hrásalati, soðnum kartöflum remúlaðisósu ef vill.

Directions

  1. Fiskur og laukur er hakkaður og sett í hrærivélaskál.
    Þurrefnum, eggi og kryddi bætt út í. Hrært vel saman og mjólkinni hellt í smátt og smátt þangað til farsið er mátulega þykkt og þétt.
    Mótaðar bollur og steiktar í vel heitri olíu á pönnu. Þegar bollurnar hafa verið steiktar á báðum hliðum er vætt vatni á pönnuna og soðið í nokkrar mínútur með loki yfir.

  2. Meðlæti
    Soðnar kartöflur, hrásalat og remúlaðisósa. Eins má búa til brúna sósu úr soðinu.