Vökvinn er hitaður í potti og smörlíki eða olíu bætt út í. Látið kólna aðeins eða þangað til blandan er orðin volgt.
Þá er sykri, salti og geri hrært saman við og látið bíða þangað til gerið fer að freyða.
Blöndunni hellt í hrærivélaskál með hnoðara og þurrefnum blandað saman við og hnoðað vel.
Deigið má vera frekar blautt. Sett í skál og rakur klútur breiddur yfir.
Látið hefast í 45-60 mínútur.
Deigið slegið niður og mótaðar úr því bollur. Raðað á bökunarplötu klædda bökunarpappír og nú látið hefast í 15-20 mínútur eða þangað til þær lyfta sér aðeins.
Penslaðar með mjólk og bakaðar í ca 20 mínútur (fer eftir stærð bollanna).