Dollarakökur

3.0/5 hattar (2 atkvæði)

Ingredients

 • 200 g smjör eða smjörlíki
 • 125 g flórsykur
 • 1 eggjahvíta
 • 2 msk vatn
 • 225 g hveiti
 • 1/2 tsk hjartarsalt
 • 100 g suðusúkkulaði, grófhakkað
 • 25 g afhýddar möndlur

Directions

 1. Smjörið og flórsykur þeytt vel saman. Eggjahvíta og vatn þeytt saman með gaffli og súkkulaði og smátt söxuðum möndlunum bætt út í. Þessu síðan strax hrært saman við smjörhræruna.
  Hveiti ásamt hjartarsalti hrært létt saman við. Sett í toppa með 2 teskeiðum á ofnplötu klædda með bökunarpappír
  Bakað við 225° í ca 10 mínútur.