Djöflaterta

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

 • 1,3 dl matarolía (t.d. maísolía)
 • 4 egg
 • 2 1/3 dl strásykur
 • 2 1/2 dl hveiti
 • 1,3 dl kakó
 • 1 tsk lyftiduft
 • 1 tsk matarsódi
 • 1,3 dl súrmjólk
 • 1 tsk vanillusykur
 • ögn af kanil
 • Krem
 • 100 g suðusúkkulaði
 • 2 msk rjómi
 • 30 g smjör
 • Ath. Tvöfalda þarf uppskriftina af kreminu ef þú vilt hafa krem á milli botna.

Directions

 1. Olía, egg og sykur eru þeytt vel eða þangað til blandan verður ljós og létt í sér.

 2. Þurrefni sigtuð saman og hrærð varlega út í ásamt súrmjólkinni.
  Bökuð við 175° hita í 40-50 mín. Stingið prjóni í kökuna og ef hann kemur hreinn upp er kakan bökuð.

 3. Krem
  Súkkulaðið brotið í skál og brætt í vatnsbaði við vægan hita. Smjöri og rjóma bætt út í þegar súkkulaðið er byrjað að bráðna.

 4. Gott er að bera þeyttan rjóma eða vanilluís með kökunni.