Danskir tertubotnar

5.0/5 rating 1 vote

Ingredients

  • 5 egg
  • 150 g strásykur
  • 100 g hveiti
  • 40 g kartöflumjöl
  • 1 tsk lyftiduft
  • 100 g bráðið smjör
  • rifið hýði af 1 sítrónu

Directions

  1. Egg og sykur þeytt vel saman, þangað til ljós og létt. Þurrefnum sáldrað (sigtað) saman við og að síðustu er smjöri ásamt sítrónuhýði bætt út í.
    Sett í springform og bakað við 190° í 25 mínútur.

  2. Kakan kæld, skorin í tvennt og lögð saman með einhverju góðgæti eftir smekk. Þeyttur rjómi settur ofan á kökuna og skreytt að vild.