Brúnkökur

1.7/5 hattar (3 atkvæði)

Ingredients

  • 140 g sýróp
  • 200 g púðursykur, dökkur
  • 200 g smjör
  • 400 g hveiti
  • 1 1/2 tsk hjartarsalt
  • 1 1/2 tsk kanill
  • 1 tsk kardimommuduft
  • 1/2 tsk negulduft
  • 1/2 tsk engiferduft
  • 1 tsk rifin sítrónubörkur
  • 2 msk kandís, malaður
  • 50 g möndlur, afhýddar

Directions

  1. Sýróp og og púðursykur er hitað í potti, má samt ekki sjóða. Smjörið byrjað og hrært saman við þangað til það er bráðið. Hellt í hrærivélaskál og hveiti og kryddi sládrað út í og hnoðað. Að síðustu er smátt söxuðum möndlunum, sítrónuberki og kandís bætt saman við.

    Sett á borð og hnoðað þangað til deigið er sprungulítið.
    Úr því eru svo mótaðar 3 ferkantaðar lengjur, ca 3 cm í þvermál. Pakkaðar inn í plastfilmu og geymdar í kæliskáp í lágmark 3-4 klst.
    Þá eru þær skornar í þunnar sneiðar með beittum hníf. Ágætt að hafa þær 2-3 millimetrar þykkar.
    Kökurnar lagðar á ofnplötur klæddar bökunarpappír.
    Ofninn forhitaður í 175° og kökurnar bakaðar í ca 8 mínútur. Þarf að gæta að því að þær verði ekki of dökkar.