Brauð með vínsteinslyftidufti

2.0/5 hattar (4 atkvæði)

Ingredients

 • 3 dl speltmjöl
 • 3 dl haframjöl
 • 1 kúfuð msk kúmen
 • 1 tsk Maldon salt
 • 2 dl sólblómafræ + þurrkaðir ávextir (t.d. smátt brytjaðar apríkósur og/eða döðlur)
 • 4 tsk vínsteinslyftiduft
 • 1 msk hrásykur
 • 4 dl létt Ab-mjólk

Directions

 1. Þurrefnum blandað saman í skál. Ab-mjólkin sett út í og hrært vel saman.

 2. Ef deigið er of þykkt má bleyta í því með smávegis af vatni.

 3. Sett í vel smurt brauðform og bakað í 40- 50 mín við 190° hita. Gott er að vefja rakt viskustykki utan um brauðið á meðan það kólnar.

Leiðbeiningastöð heimilanna

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 1135;
lh@leidbeiningastod.is