Íslensk kjötsúpa

0.0/5 hattar (0 atkvæði)
Íslensk kjötsúpa

Ingredients

  • 1 1/2 - 2 lítrar vatn
  • 1 - 2 teningar súpukraftur (naut og lamb)
  • 400 g lambakjöt í litlum bitum eða 1 1/2 kg lambakjöt á beini.
  • 1 tsk salt
  • 2 msk hrísgrjón
  • 1 gulrófa
  • 2 gulrætur
  • 50 g hvítkál
  • 1/2 - 1 laukur
  • fersk steinselja

Directions

  1. Hitið vatnið að suðu, setjið saltið og súpukraftinn út í ásamt kjötinu og sjóðið í 25 - 35 mínútur eftir því hvort kjötið er í smábitum eða á beini. Hreinsið grænmetið. Skerið rófuna æi bita og setjið út í ásamt hrísgrjónum og lauk. Látið sjóða áfram í 10 mínútur, setjið þá gulrætur og hvítkál út í og látið sjóða áfram í 15 - 20 mínútur. Smakkið til og stráið saxaðri steinselju yfir. Borið fram með soðnum kartöflum. Athugið að súpan er bragðmeiri ef kjötið er með beini. 

     

     

     

     

     

     

    Þessi uppskrift birtist í 3. tbl Húsfreyjunnar 2020 og er frá Margréti Dórótheu Sigfúsdóttur, fyrrum skólameistara Hússtjórnarskólans í Reykjavík