Reglulega eða allavega á tveggja mánaða fresti þarf að þrífa ísskápinn allan að innan og utan. Þrífa þarf hillur og henda þarf út mat sem hefur gleymst og skemmst. Þetta er ekki endilega það skemmtilegasta sem við gerum í eldhúsinu en með því að fylgja eftirfarandi ráðum, verður þetta leikur einn.
1. Byrjið á því að tæma alveg ísskápinn. Geymið innihaldið á góðum stað í eldhúsinu, á meðan þrifin standa yfir. Ef þú átt kælitösku er gott að nota hana til að geyma kælivöru í á meðan á þrifum stendur.
Hendið öllum mat sem orðinn er of gamall, er löngu útrunnin, hefur myglað og er óætur. Regluleg þrif á ísskápnum minna okkur á að það sem löngu er gleymt í ísskápnum. Vertu viss um að tæma strax ruslafötuna svo lyktin sveimi ekki yfir eldhúsinu. Notið nefið, treystið á skynfærin áður en þú hendir góðum mat. Það er munur á Síðasta notkunardegi og Best fyrir merkingum. Ef varan er komin á síðasta merkta notkunardag, skal henda vörunni strax. Best fyrir dagsetning: varan er hæf til neyslu ef hún lyktar og bragðast eðlilega.
Kynnið ykkur vefinn: www.matarsoun.is
2. Fjarlægið allar hillur, grænmetisskúffur og lausar hillur í hurðum úr ísskápnum.
3. Þvoið hillur, skúffur og lauslegt úr ísskápnum i höndum. Flest það sem er í ísskápnum passar ekki í uppþvottavélina eða hreinlega ætti ekki að þvo í uppþvottavél. Náðu þér í góðan bursta eða grófan svamp til að þrífa með
• Aldrei þvo kalt gler með heitu vatni, hitabreyting getur valdið því að gler brotnar. Notið kalt vatn til að byrja með eða látið glerið standa þar til það hefur náð herbergishita áður en það er þvegið.
• Ef um mikil óhreinindi er að ræða, notið uppþvottalög og látið jafnvel liggja aðeins í vatni og sápu áður en þú skrúbbar. Ef um myglu er að ræða er hægt að láta hlutina liggja í rodalon upplausn.
• Látið hillur og annað lauslegt úr ísskápnum þorna alveg áður en það er sett aftur í ísskápinn.
4. Þrífið ísskápinn að innan með góðri hreingerningarlausn. Ekki ætti að nota sápu á ísskápinn innanverðan, matur tekur auðveldlega í sig lyktina af sterkum hreinsiefnum. Notaðu frekar eftirfarandi matarsóda lausn eða epla ediklausn:
• 2 matskeiðar of matarsóda í hverja 250 ml af heitu vatni.
• 1 hluti af epla ediki á móti þrem hlutum af heitu vatni.
o Athugið notið annað hvort en alls ekki saman.
o Fyrir einstaklega erfiða bletti og óhreinindi virkar oft vel að nudda með hvítu tannkremi, tannkremið er fínt skrúbb efni og lyktar yfirleitt ágætlega
5. Ekki gleyma að þrífa ísskápshurðina að innanverðu. Í flestum ef ekki öllum ísskápum í dag er hægt að fjarlægja hillur úr hurðum sem einfaldar þrifin til muna. Notið sömu aðferð og við ísskápinn inanverðan.
6. Þurrkaðu vel allar hillur og skúffur með hreinni diskaþurrku áður en þú setur þær aftur í ísskápinn.
7. Þrífið gúmmíkantinn á ísskápshurðinni með edikslausn blandað helming á móti helming eða með klórblöndu. Passið að þurrka vel á eftir. Berið síðan góða olíu t.d. baðolíu eða bara venjulega húðmjólk á gúmmíið til að halda því mjúku.
8. Innst í ísskápnum er lítið gat fyrir vökva sem safnast saman og rennur út að aftan. Þetta gat getur oft orðið óhreint og er best að nota eyrnapinna eða pípuhreinsir til að ná að bursta úr því óhreinindin. Þar vill oft vond lykt hlaðast upp ef gleymist að þrífa þetta reglulega. Vatnið rennur út að aftan og ætti að gufa upp, en stundum þarf að þrífa að aftan líka. Ein leið er að hella nokkrum dropum af rodaloni niður í gegnum gatið til að ná öllum óhreinindum.
9. Setjið nú allan mat aftur inn í ísskápinn. Þurrkið af öllum krukkum, dósum og boxum áður en þið setjið það aftur inn í ísskápinn. Gott að fara yfir síðasta notkunar á öllu áður en það fer aftur inn í ísskápinn
10. Að þrífa ísskápinn að utan.
• Dragið ísskápinn fram svo mögulegt sé að þrífa allar hliðar og bak. Þrífið með tusku og góðum hreingerningarlegi.
• Þrífið elementið grindur/leiðslur að aftan einsog lýst er hér aðeins neðar.
Ef elementið grindurnar/leiðslurnar á baki ísskápsins eru þaktar ryki og/eða óhreinindum, þá ná þær ekki að kæla sig nægilega. Það verður því erfiðara fyrir pressuna að halda ísskápnum köldum. Þrífið hitagrindurnar á sex mánaða fresti til að halda þeim í fullkomnu lagi.
Áður en grindurnar er þrifnar byrjið á því að taka ísskápinn úr sambandi við rafmagn. Ef ekki næst til þess að taka úr sambandi, takið þá öryggið af. Fylgið leiðbeiningum framleiðanda um hvar grindurnar eru nákvæmlega. Misjafnt eftir ísskápum þó svo oftast séu þær að aftan.
Notið mjúkan bursta til að fjarlægja mesta rykið og óhreinindi af grindum. Farið sérstaklega varlega svo ekki komi göt á leiðslurnar.
Notið síðan ryksugu með burstastút til að ná öllu afgangs ryki og óhreinindum. Alls ekki nota blauta tusku eða hreinsilög á grindurnar.
Þegar grindurnar hafa verið hreinsaðar skal gera það sama við viftuna sem oftast er staðsett neðst aftan á ísskápnum. Notið ryksugu og raka tusku til að þrífa spaðana. Viftan hjálpar til við að halda grindum/leiðslum kældum. Því er nauðsynlegt að viftan sé hrein og ekki heft af óhreinindum.
Að þessum þrifum loknum skal þrífa gólfið og/eða svæðið sem ísskápurinn stendur í áður en þið tengið hann við rafmagn aftur og rennið honum á sinn stað.