Ráðleggingar við val á þvottavélum

Það er afar erfitt að sjá muninn á þvottavél sem þvær þvottinn þinn vel og endist lengi og þvottavél sem er algjör hörmung og skilar ekki hreinum þvotti.  Það borgar sig því vel að skoða hvað er í boði og hvaða umsagnir þvottavélin sem þú ert að spá í fær í hlutlausum gæðakönnunum. Ákveðin merki sem kosta sitt reynast oftast vel. Þú borgar fyrir gæðin, en það þarf samt ekki að vera algilt, mörg ódýrari merki geta vel verið eins góð og því betra að vinna heimavinnuna sína. Eins getur mikill sparnaður verið fólginn í tilboðum og því vert að fylgjast með þegar þau bjóðast. 

Hér eru leiðbeiningar um hvað er gott að hafa í huga þegar fjárfest er í þvottavél.

Hversu stóra tromlu þarf ég?

Stærðin á tromlum er á milli 5gk til 12 kg.  Það er góð hugmynd að kaupa þvottavél með tromlu sem tekur það magn af þvotti sem þú ert ekki í vandræðum með að fylla. Hámarks kílóa fjöldinn tekur yfirleitt bara til algengustu bómullar þvottakerfin. Önnur þvottakerfi taka minna magn.

Tromlu stærðin er byggð á fjölda kílóa af þurrum þvotti sem þú getur sett í vélina.

Minnsta tromlustærð er 5 kíló – nógu stór til að taka 16 bómullar skyrtur – upp í 12 kíló sem er nægilega stór fyrir 38 bómullarskyrtur.  Hafðu samt í huga að stórt er ekki alltaf betra. Þvottavélar vinna best þegar þú fyllir tromluna að hámarki sem gefið er upp fyrir hvert þvottakerfi. Fáðu þér þvottavél sem sem þú ert ekki í vandræðum með að fylla.

Það er sérstaklega mikilvægt, því að eftir því sem vélin tekur meira, því meira kostar vélin og rekstur hennar.

Eitt kíló af þvotti gætu verið fjórar skyrtur, eða einar gallabuxur og skyrta, eða eitt baðhandklæði og þrjú lítil.

Flestum miðlungs stórum heimilum nægir alveg 7 kg tromlu vél. Það er nóg til að þvo 22 skyrtur í einni vél, eða raunhæfara magn gæti verið tvennar gallabuxur, þrjár barna gallabuxur, fjórar skyrtur, tvö baðhandklæði, þrjú lítil handklæði, þrjú viskastykki og tvö koddaver.  (Þó myndi maður væntanlega ekki setja þessa blöndu af þvotti saman í vél, en þið skjilið magnið allavega)

 

Snúningshraði þvottavéla – er betra að hafa meiri hraða?

Hámarkssnúningshraði er á bilinu 1000rpm til 1800rpm. Meiri hraði getur þýtt dýrari vél. Meiri snúningshraði getur þýtt meiri hávaði í vélinni. Það borgar sig ekki alltaf að borga meira fyrir hærrri snúningshraða. Snúningurinn er til þess að vinda vatnið úr fötunum þínum í lok þvottar. Þvottavél með góða vindingu tekur meirihlutann af vatninu úr þvottinum þínum, og minnkar tímann sem þvotturinn þarf að vera í þurrkaranum eða hversu lengi hann þarf af hanga á snúrunni til að þorna. Algengasti snúningshraði er 1200rpm og 1400rpm . Þvottavélar með hærri snúningshraða t.d. 1600rpm geta kostað meira en þær sem eru með lægri snúning. Hærri snúningshraði getur einnig þýtt að vélin er mun háværari, sem getur verið hvimleitt. Hljóðstyrkur í desibilum er venjulega gefin upp bæði við þvott og við vindingu. Hljóðlátari þvottavélar henta betur inni í íbúð. Í sér þvottahúsi skiptir það ekki eins miklu máli. 

Ætla mætti að árangurinn verði þurrari þvottur við meiri vindingu – en það er ekki alltaf raunin. Það er einfaldlega ekki hægt að sjá hvaða þvottavél er með besta vindingu með því einu að lesa auglýstan snúningshraða. . Í þeim könnunum sem við höfum aðgang að höfum við séð að sumar vélar með 1200 snúningum skilar þurrari þvotti en sumar vélar með 1600 snúningum. Í könnunum sem Leiðbeiningastöð heimilanna hefur aðgang að er gefin stjörnugjöf fyrir snúningshraða. Það getur hjálpað til við að sjá hvort það borgi sig virkilega að borga aukalega fyrir meiri snúningshraða.

Rafmagnskostnaður

Rafmagnskostnaður er mjög misjafn milli véla, og hann er viðbót við rafmagnsreikninginn þinn. Tromlustærðin hefur mestan áhrif á rafmagnskostnað þvottavélarinnir. Það sparar orku að fylla vélina til að þvo sjaldnar. 

 Árið 2021 var tekin upp samræmd reglugerð varðandi orkumerkingar 

Þvottavélar

Munur á nýja og gamla merkimiðanum (fyrir utan orkunýtniflokka)
• Orkunotkun tilgreind sem vegin orkunotkun hverjar 100 þvottalotur
• Nafnafköst fyrir eco 40-60-kerfi
• Vegin vatnsnotkun á hverja þvottalotu
• Lengd eco 40-60-kerfisins
• Mismunandi myndtákn fyrir hávaðamengun og viðbótarupplýsingar um
flokk hávaðamengunar

Sjá nánar hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun um nýjar orkumerkingar. 

Sápuhólfið: Það skiptir máli að auðvelt sé að þrífa sápuhólfið og það sé þannig gert að ekki safnist þvottaefnisleifar undir hólfunum. 

Frístandandi eða innbyggð þvottavél?

Frístandandi vélar eru algengastar og þær geta staðið hvar sem er svo framarlega að þær séu tengdar við niðurfall og rafmagn. Þær koma í mismunandi stærðum allt frá 3 kg til 12 kg og sumar eru til í mismunandi litum.

Innbyggðar vélar falla hins vegar inn í innréttinguna og hurðin áföst vélinni þannig að ekki sést í uppþvottavélina. Það heyrist oft minna í þeim, þar sem hurðin dempar hávaðann af vélinni. Það getur verið kostnaður við að koma þeim fyrir, ef þarf að fá aðstoð við það.

Topphlaðnar vélar eru einnig á markaðnum, það helsta sem þarf að huga vegna þeirra er að tryggt sé að auðvelt sé að komast að þeim, þ.e. að ekki sé t.d. hilla fyrir ofan, því það þarf að geta opnað vélina almennilega.

 

Þú getur sent tölvupóst á Leiðbeiningastöð heimilanna og við reynum eftir bestu getu að aðstoða þig samkvæmt þeim gögnum sem við höfum. Einnig getum við flett upp vörunúmeri þeirrar vélar sem þú ert með í huga til að sjá hvort gerð hafi verið gæðaprófun á þeirri vél og þá hvaða dóma hún fær.

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

  • Thursday, 03 mars 2016