Ráðleggingar við val á uppþvottavélum

Hvaða þvottakerfi og eiginleika skal hafa í huga?

Uppþvottavélar

Uppþvottavélar koma með ótrúlega mörgum eiginleikum.

Við reynum að útskýra þær helstu hér að neðan.

Byrjaðu á því að athuga hvort að vélin sé með stillanlegum grindum. Það gefur þér möguleika á að gera breytingar á vélinni eftir því hvað þú ert að þvo í henni í hvert skipti, hvert ummál hlutanna er og stærð. Hentugast er að það sé sem einfaldast að breyta. Líttu eftir vél sem hefur stillanlega efri grind. Það gefur möguleika á á hækka og lækka eftir stærð hlutanna sem þú ert að þvo, jafnvel þó vélin sé full af diskum í lægri grindinni.

Uppþvottavélar með neðri grind sem gefur möguleika á að leggja stangirnar niður sem halda diskunum, gefur meiri möguleika þegar verið er að raða stærri hlutum í hana. Best er ef það er hægt að leggja niður í bæði efri og neðri grind.

Sumum finnst mikill kostur af hafa sér efri grind eða skúffu fyrir hnífapörin þar sem þau liggja frekar en að þau standi í hnífaparakörfu.

Öryggislæsing er hentug á heimilum þar sem börn eru. Þá er ekki hægt að fikta í prógrömmum vélarinnar eftir að hún byrjar.

Tímastilling gefur möguleika á að setja í vélina á kvöldin en láta hana frekar fara í gang snemma morguns frekar en yfir nótt.

Fjöldi þvottakerfa, gott að athuga hvaða kerfi gera hvað og hvort þau henta því sem þú notar vélina þína mest í .  Gott að það sé allavega hraðkerfi og sjálfvirktkerfi (Auto). Hraðkerfið oftast 30 mín. hentar vel þegar verið er að þvo lítið í einu og búið að skola vel af leirtauinu áður.  Síðaner  ekki verra að hafa kerfi sem þvær extra vel og lengi ef mikið og óhreint er í vélinni. Sumar vélar bjóða líka upp á sérstakt glasakerfi ef verið er að þvo mikið af glösum.

Stórir sprey hausar eru hentugir þegar verið er að þvo mjög skítuga hluti einsog steikingarpönnur og/eða ofnföst mót.

Vatnsvarnir: Flóðvörn varnar því að flæða fari úr vélinni ef eitthvað fer úrskeiðis. Flóð rofar greina vatn í botni vélarinnar og stoppar hana frá því að fylla sig meira. ´aqua-stop´ kemur í veg fyrir flóð ef að slangan sem fyllir vélina byrjar að leka eða skemmist.

Þvottaskynjari mælir hversu skítugt vatnið er í vélinni og stillir hitastig og lengd í samræmi við það. Oft ekki í boði nema í dýrari týpum af uppþvottavélum.

Þurrkhæfni, flestar ef ekki allar vélar gefa upp þurrkhæfni A, en það ræður hversu vel vélin þurrkar leirtauið í lokin.

Alltaf er gefin upp orkuflokkur og þau með A+++ eru með besta orkunýtingu og spara þannig rafmagnskostnað.

Síðan er það að sjálfsögðu hljóðstyrkurinn sem gefin er upp í desibilum eða dB – 44 dB er til dæmis nokkuð gott og er á flestum vélum í dag.

Gaumljós lýsir þegar vélin er í gangi.

Síðan er ágætt að athuga skjá vélarinnar, sérðu vel á hann?  Gefur vélin upp hversu mikill tími er eftir af þvottakerfinu.

Þetta er það helsta sem gott er að skoða þegar hugað er að kaupum á uppþvottavél. 

Þú getur sent póst til Leiðbeiningastöðvarinnar á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og við reynum eftir bestu getu að aðstoða samkvæmt þeim gögnum og gæðakönnunum sem við höfum aðgang að. 

  • Monday, 22 febrúar 2016

Leiðbeiningastöð heimilanna

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 1135;
lh@leidbeiningastod.is