Ráðleggingar við val á þurrkurum

Hvað ætti að skoða þegar verið er að velja þurrkara?

Þurrkarar
Hvað ætti að skoða þegar verið er að velja þurrkara?

Það er vel þess virði að skoða vel umsagnir og lýsingar á þurrkurum áður en tekin er ákvörðun um kaup.


Það er ákveðin atriði sem þú getur kíkt á í verslununum þegar þú ert að skoða og versla þurrkara sem hentar þér og þínu heimili best.


Góð hurð sem auðvelt er að opna og loka. Sem opnast vel þegar verið er að setja í og taka úr þurrkaranum.


Kíktu á stjórnborðið, það ætti að vera auðvelt að lesa af því, helst án þess að þurfa að beygja sig og auðvelt að finna mismunandi stillingar.


Athugaðu hvar sían er og hversu auðvelt er að losa hana og þrífa, það þarf að þrífa síuna fyrir eða eftir hverja þurrkun, því er mikilvægt að aðgengi sé gott. Ef þetta er ekki gert stíflast þurrkarinn af ló og hann fer að eyða meira rafmagni. Athugaðu micro síuna, þurrkarar með varmadælu tækni eru líka með micro síu sem þarf að hreinsa. Mikilvægt að hafa gott aðgengi að þeirri síu líka.


Athugaðu vatnstankinn ef þú ert að versla þéttiþurrkara (barkalaus). Sumir þurrkarar eru með vatnstankinn neðst á vélinni, sem gerir erfitt að ná honum úr ef hann er fullur af vatni.


Vertu viss um að þurrkarinn hafi þá eiginleika og kerfi sem henta þér best.
Margir þurrkarar eru með skynjara sem eiga að þurrka þar til þvotturinn er orðinn þurr. Þó er misjafnt hversu vel þessi kerfi virka, og það getur því verið kostnaðarsamt að þurfa alltaf að setja hann aftur af stað ef skynjarinn virkar ekki nógu vel og skilar of blautum þvotti.


Einsog með önnur heimilistæki er mikilvægt að athuga hljóðstyrk, sérstaklega ef hann er í opnu rými og ekki hægt að loka hurðinni þegar hann er að þurrka. Það er samt erfitt að finna mjög hljóðlátan þurrkara og hljóðstyrkur fer mikið eftir verði.


Misjafnt er hvað þurrkarar taka mikið í kilóum, ekkert er betra að vera með of stóran þurrkara ef ekki er verið að fylla hann í hvert sinn. Þurrkarar eyða miklu rafmagni og ekki gott að vera að þurrka bara nokkur stykki í einu í stórum þurrkara.

  • Tuesday, 23 febrúar 2016