Hvað er Pólýamíð?

woman 285656 1280Hvað er PÓLÝAMÍÐ?

Vitundarvakning um fatasóun - fræðsla

Pólýamíð er betur þekkt undir nafninu Nælon, en trefjarnir í Nælon heita Pólýamíð. Nælon, var fundið upp árið 1939 af DuPont. Í dag er það notað í ýmsum tilgangi og þykir gagnlegt vegna þess hversu mjúkt, sterkt og teygjanlegt það er.

Nælon er best þekkt fyrir notkun í sokkum, sokkabuxum og nærfatnaði. Fyrir uppfinningu Nælons voru þessar flíkur gerðar úr silki eða ull. Því fylgdi að þessi fatnaður var grófur og fólk klæjaði undan ullinni og festur/sokkabönd voru notuð til halda sokkum uppi.

Nú er Nælon bætt í ýmis efni sem dæmi í gallabuxur og vindþétta jakka, auk þess sem það er mikið notað í sundfatnað. Pólýamíð er í um 5% af textílframleiðslu heimsins.

Vegna þess að pólýamíð er unnið úr olíu og er enn ein tegundin af plasti verðum við að krefjast þess að framleiðendur noti endurunnar pólýamíð trefjar. Samkvæmt TextileExchange;, „Endurvinnsla á pólýamíði hjálpar til við að minnka þörfina á jarðefna-hráefni og dregur úr úrgangi.“ Þeir áætla einnig að hverjir 10.000 metrar af endurunnu Pólýamíð spari 70.000 tunnur af olíu. Fyrirtæki eins og Econyl eru að endurnýta nælon í atvinnuskyni sem hægt er að endurnýja stöðugt, sem yrði aðgengilegur valkostur.

En jafnvel endurunnið nælon leysir ekki örplast vandamálið. Plasttrefjar úr Nælon vefnaði skola örtrefjum í vatnaleiðir þegar þær eru þvegnar.  Rannsóknir sem gerðar hafa verið af  Almroth 2018 o.fl. komust að því að Nælon losar plastagnir á tiltölulega lægra magni en Pólýester, en losar samt umtalsverðar örtrefjar þegar það er þvegið.   

Sem borgarar og neytendur getum við krafist sjálfbærari framleiðsu með því að biðja vörumerki um að hætta að nota fyrsta stigsplast trefjar og styða við rannsóknir og nýsköpun í lausnum á örplastefnum.


Heimild: fashionrevolution.com

 

 

 

Verkefni Kvenfélagasambands Íslands Vitundarvakning um fatasóun er styrkt af Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. 

Jenný Jóakimsdóttir/2020

  • Thursday, 19 mars 2020