Tekaka

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

 • 225 g púðursykur
 • 450 g bl. þurrkaðir ávextir s.s. apríkósur, döðlur, trönuber, gráfíkjur og rúsínur eða kúrennur eru líka ágætar
 • 3 dl svart te (volgt)
 • 1 egg
 • 2 msk appelsínumarmelaði (þykkt)
 • 225 g hveiti
 • 225 g heilhveiti
 • 4 tsk lyftiduft
 • 1/2 dl mjólk eða sem þarf til að deigið verði mátulega þykkt

Directions

 1. Ávextirnir eru brytjaðir og lagðir bleyti í teið ásamt sykrinum yfir nótt.
  Egg og marmelaði þeytt vel saman. Þurrefnum blandað saman og eggjahræru og ávöxtum hrært út í til skiptis.
  Sett í 2 ½ l smelluform.
  Ofn forhitaður í 170° og bakað í ca 1 ½ klst. Látin kólna í 10 mín í forminu.
  Borin fram með smjöri ef vill.