Ystu blöð rauðkálsins eru fjarlægð og það brytjað fremur smátt eða rifið niður. Sett í pott ásamt vatni sem nemur ca 2/3 af magni kálsins.
Eplin eru afhýdd, kjarnhreinsuð og skorin í bita og sett í pottinn ásamt kanilstönginni.
Rauðvínsedikið hellt saman við og suðan látin koma upp.
Látið sjóða í 40-45 mín. við vægan hita. Þá er sultan látin út í og hrært vel saman og örlitlu af salti bætt í. Soðið í nokkrar mínútur í viðbót.
Smakkað til og ef þurfa þykir má bæta í púðursykri og aðeins meiri sultu.
Sett strax í hreinar, betamonskolaðar krukkur. Lokað strax. Látið kólna og síðan geymt á köldum stað.