Soðið brauð

3.2/5 hattar (9 atkvæði)

Ingredients

  • 6 bollar hveiti
  • ½ tsk matarsódi
  • ¼ tsk hjartarsalt
  • tæpl. ½ bolli strásykur
  • 1 msk smjörlíki
  • ½ l nýmjólk
  • kúmen ef vill

Directions

  1. Mjólkin hituð að suðu og smjörlíkið brætt þar í. Látið rjúka aðeins, deigið vill verða seigt ef hún er sett sjóðheit í þurrefnin. Þurrefnum blandað saman og vætt í með mjólkinni og hnoðað vel saman.

  2. Flatt út í ca 1/2 sm þykka köku og skorið í ferninga og þeir pikkaðir með gafli.

  3. Steiktir í feiti líkt og kleinur.  Snúið á steikingartímanum.