Skyrkaka með bökuðum eplum og karamellukremi

5.0/5 rating 1 vote
  • Complexity: medium
  • Origin: Kökur
Skyrkaka með bökuðum eplum og karamellukremi

Ingredients

  • Botn:
  • 200gr hafrakex
  • 200gr Lu kex (piparköku)
  • 130gr brætt smjör
  • -----
  • Fylling:
  • 2 x lítil skyr.is með bökuðum eplum
  • 1 x lítið skyr.is með vanillu
  • 1/4 ltr rjómi
  • 3 tsk vanillusykur
  • ------
  • Karamellusósa:
  • 3 dl rjómi
  • 3 msk síróp
  • 150 gr púðursykur
  • 1 tsk vanilludropar
  • 40 gr smjör

Directions

  1. Aðferð:
    Kexið er mulið í matvinnsluvél og sett í skál. Smjörið er brætt og er síðan blandað saman við kexmulninginn. Blandan er sett í botninn á kökuformi eða eldföstu formi og sett í kæli.

  2. Skyrið er sett í skál og hrært með vanillusykrinum.
    Rjóminn er þeyttur í sér skál og er svo blandað vel saman við skyrblönduna.
    Skyrblandan er svo sett ofan á kexmulninginn í forminu og kakan ersett í kæli.

  3. Karamellukremið er gert með því að setja í pott 3 dl rjóma, 3 msk sýróp, 150 gr púðursykur og 1 tsk vanilludropa ásamt 40 gr af smjöri. Látið sjóða í góðan tíma og hrærið vel í á sama tíma, í u.þ.b. 15 mínútur. Látið karamellukremið kólna áður en það er sett á kökuna.

  4. Kakan er síðan skreytt með Lu kexinu eða öðru sem þið hafið áhuga á að nota sem skraut.

    Það er gott að gera kökuna daginn áður en á að neyta hennar og frysta hana. Taka hana síðan út úr frystinum og setja á kökudisk og láta þiðna. 

     

    Þessi uppskrift er frá Salóme Töru Guðjónsdóttur sem var svo vinsamleg að deila henni með okkur. Salome starfar sem bókari hjá ORF Líftækni og er með master í reikningsskilum og endurskoðun. Hún er líka móðir tveggja stúlkna og húsmóðir.   Takk fyrir uppskriftina Salóme ;-)

     

     

    JJ/2016