Skúffukaka

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

 • 250 g mjúkt smjör
 • 500 g strásykur
 • 400 g hveiti
 • 4,5 tsk lyftiduft
 • 3-4 egg e. stærð
 • 2 tsk vanillusykur
 • 6 msk kakó
 • 1,5 dl nýmjólk
 • 1.5 dl vatn, soðið
 • Smjörkrem
 • 125 g flórsykur
 • soðið vatn, það magn sem þarf til að gera þykka blöndu úr flórsykrinum
 • 250 g smjör, mjúkt
 • kakó ef vill eða matarlitur e. smekk

Directions

 1. Smjör og sykur þeytt vel saman, þangað til það verður hvítt.
  Eggjum bætt út í einu og einu í senn.
  Þurrefnum blandað saman og sett í hrærinu til skiptis á móti mjólkinni. Að síðustu er sjóðheitu vatninu bætt út í.
  Deigið sett í litla ofnskúffu 23x33 cm og kakan bökuð við 175° hita í ca. eina klst. 

 2. Smjörkrem
  Flórsykur og sjóðandi vatn er hrært þangað til það úr verður þykk blanda.
  Smjörinu er þeytt saman við í smáum skömmtum þangað til úr verður mjúkt og létt krem.

  Að síðustu er hrært kakó saman við eða matarlitur ef hann er notaður.

  Kakan kæld og skorin í tvennt og kreminu smurt á annan helmingin og hinn lagður ofan á.
  Eða kreminu smurt ofan á kökuna eins og hún kemur fyrir og þá má skreyta hana með súkkulaðihnöppum og/eða hlaupköllum.

Leiðbeiningastöð heimilanna

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 1135;
lh@leidbeiningastod.is