Skonsur

2.2/5 hattar (5 atkvæði)

Ingredients

 • 250 g hveiti
 • 1/2 dl strásykur
 • 3/4 tsk matarsódi
 • 1/2 l súrmjólk
 • 1 egg
 • örlítil vanilla ef vill

Directions

 1. Súrmjólk og matarsóda hrært saman og bætt í það samanpískuðu egginu og síðan sykri og hveiti. Hrært vel saman.

 2. Steikt á vel heitri, smurðri pönnu þannig að settir eru klattar af deiginu á miðja pönnuna og hallað sitt á hvað þangað til kakan verður fallega kringlótt.

 3. Steikt þangað til bolur myndast og þá er kökunni snúið við.
  Bornar fram með smjöri og sýrópi eða berjahlaupi.