Gerið er leyst upp í volgri mjólk ásamt sykrinum í stórri skál, þangað til það byrjar að freyða.
Þá er salti og bræddu smjöri bætt út í.
Mjölinu bætt út í smátt og smátt þangað til deigið verður meðfærilegt. Þá er því skipt í 3 hluta, hver hluti flattur út í kringlótta köku sem skorin er í 16 geira.
Ca 1 tsk af skinkumyrju sett á breiðari endann og hverjum geira rúllað upp í horn, byrjað á breiðasta endanum. Sett á plötu með mjóa endan niður. Penslað með eggi sem hefur verið hrært út með smá af köldu vatni.
Bakað í forhituðum ofni á 260° í ca 12 mínútur.
Má frysta.