Sandkaka

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

  • 200 g smjör
  • 200 g kartöflumjöl
  • 1 tsk lyftiduft (sléttfull)
  • 3 egg
  • 200 g sykur
  • 2 msk koníak (ef vill)

Directions

  1. Smjörið hrært mjúkt og í það er sigtað kartöflumjöl og lyftiduft. Þeytt vel saman.

  2. Eggin og sykurinn er þeytt sér þangað til blandan er létt og ljós. Þá er smjörhrærunni bætt út í í smáum skömmtum. Að síðustu er koníakinu bætt út í ef það er notað.

  3. Deigið er sett í vel smurt hringlaga formkökuform (1½ líter) og kakan bökuð við 175° í 40 - 50 mín.

  4. Kæld í forminu áður en henni er hvolft á disk.
    Kökuna má frysta.