Aðferð:
Bræðið smjör og 200 g af súkkulaði yfir vatnsbaði við vægan hita og látið kólna aðeins. Þeytið egg, sykur og vanillukornin vel saman.
Bætið smjörinu og súkkulaðinu saman við.
Sigtið hveitið og blandið saman við ásamt lyftidufti.
Að lokum eru 100 g af brytjuðu súkkulaði, trönuberjum og hnetum bætt í deigið.
Setji bökunarpappír í botninn á formi sem er um það bil 20 x 30 cm og setjið deigið í. Bakið kökuna við 180 °C í 35-45 mínútur. Látið kólna.
Bræðið 100 g af súkkulaði yfir vatnsbaði. Takið af hitanum áður en það er fullbráðnað og hrærið smjörið í og setjið á kökuna. Skreytið með trönuberjum og möndlum. Skerið í litla.