Rabarbarinn og vatnið eru sett í pott og hitað við hæga suðu þar til rabarbarinn er mjúkur og á að hræra í annað slagið. Þessu er hellt í síu og vökvinn látinn drjúpa af í pott þar sem sykrinum er blandað saman við. Saftin er látin sjóða í 10-20 mínútur og er síðan sett á flöskur. Athugið að flöskurnar séu alveg hreinar .
Við mælum með því að flöskur séu skolaðar með rotvarnarhreinsi áður en saftin er sett í þær en hann fæst í matvöruverslunum.