Rabarbara- og bláberjasulta

4.0/5 hattar (2 atkvæði)

Ingredients

  • 1 kg rabarbari
  • 3 msk vatn
  • 1 kg bláber
  • 1 kg strásykur
  • 500 g dökkur púðursykur

Directions

  1. Rabarbarinn hreinsaður og þveginn og skorinn í smá bita. Settur í pott ásamt vatni og soðinn við vægan htia í ca 15 mín. eða þangað til hann fer að mýkjast.
    Bláberin hreinsuð og sett saman við og allt soðið við vægan hita þangað til blandan er mjúk. Látið rjúka.
    Sett i matvinnsluvél og maukað. Sett aftur í pott og sykrinum bætt út í.
    Hitað hægt að suðu í 15-20 mín.
    Sett í hreinar krukkur og látið kólna áður en þeim er lokað.

    Uppskrift: Ólafía Kristín Sigurbergsdóttir, Keflavík.