Pönnukökur

2.4/5 hattar (28 atkvæði)

Ingredients

 • 250 g hveiti
 • 1 tsk lyftiduft
 • 1/2 tsk matarsódi
 • 1 msk strásykur
 • örlítið salt
 • 1 tsk vanillusykur eða 1/2 tsk sítrónudropar
 • 6-7 dl nýmjólk jafnvel meira (deigið á að vera þunnt)
 • 2 egg
 • 50 g brætt smjör eða smjörlíki (má vera aðeins minna)
 • Fita til að steikja úr.

Directions

 1. Þurrefnum blandað saman í skál og vætt í með mjólkinni. Eggin þeytt saman í annarri skál og blandað saman við hræruna. Að síðustu er feitinni bætt út í. Varast að hræra of mikið í deiginu.

 2. Steikt á vel heitri pönnukökupönnu. Kökunni snúið þegar eðri hliðin er orðin falleg brún. Best er að nota pönnukökuspaða við verkið.

 3. Bornar fram upprúllaðar stráðar sykri eða með sultu og þeyttum rjóma.
  Einnig má stafla þeim saman með sultu á milli og skera í sneiðar eins og tertu.