Pizzumúffur

3.0/5 rating 1 vote

Ingredients

 • Deig
 • 800 g smjördeig (2 pk frosið)
 • Fylling
 • 2 bréf beikon ca 3-400 gr
 • 300 g sveppir
 • 2-3 egg
 • 3 laukar
 • 400 g rifinn ostur
 • 1-2 msk Italian seasoning
 • Múffuform úr pappír

Directions

 1. Smjördeigið er flatt fremur þunnt út og stungnar út kökur. Þær látnar í múffuformin.

 2. Beikonið steikt og brytjað smátt, sama er gert við sveppina. Laukurinn saxaður smátt.

 3. Sett í skál og eggjunum hrært saman við ásamt kryddi. Að síðustu er rifnum ostinum blandað saman við.

 4. Fyllingunni dreift í formin og bakað við 200° C í 10-15 mínútur.
  Má frysta.