Páskakaka

3.0/5 hattar (2 atkvæði)

Ingredients

  • 175 g strásykur
  • 2 egg, frekar stór
  • 1 dl matarolía
  • 200 g hveiti
  • 50 g kókosmjöl
  • 2 tsk lyftiduft
  • 30 g hakkaðar möndlur
  • safi og börkur af einni apelsínu

Directions

  1. Egg og sykur þeytt þangað til blandan verður ljós og létt. Olíunni hellt rólega út í og þeytt á meðan. Þurrefnunum blandað saman og hrært saman við eggjahræruna. 
    Að síðustu er appelsínusafa og rifnum berkinum bætt í. Ekki má hræra þetta hratt né lengi.
    Deigið er sett í smelluform sem er vel smurt og stráð kókosmjöli.
    Möndlunum stráð yfir deigið og kakan bökuð við 180° hita í ca 40 mínútur.
    Sleppa má möndlunum og búa til sykurbráð.

    Sykurbráð (glassúr)

    225 gr flórsykur
    nokkrir dropar matarolía
    1 msk sjóðheitt vatn
    appelsínusafi þangað til bráðin er hæfilega þykk 
    Kökuna er fallegt að skreyta með litlum súkkulaðipáskaeggjum