Ostakaka Maríu

4.0/5 rating 1 vote

Ingredients

 • 250 g makkrónukökur
 • 75 g brætt smjör eða smjörvi
 • 300-400 g rjómaostur
 • 200 g flórsykur
 • ½ líter rjómi
 • 2 tsk vanillusykur
 • Súkkulaðikrem
 • 200 g suðusúkkulaði
 • 1 dós sýrður rjómi (18%)
 • 1 msk matarolía

Directions

 1. Smjörið er brætt og makkarónukökurnar muldar út í og látið blotna vel. Sett í form eða skál og þjappað vel. Uppskriftin passar í eitt stórt fat eða tvö minni.
  Rjómaostur, vanillusykur og flórsykur er þeytt vel saman. Rjóminn þeyttur sér og hann síðan hrærður saman við rjómaostahræruna. Þessu er hellt yfir makkrónurnar og sett í frysti.

  Þegar þetta er orðið frosið er kakan tekin út og smurð með súkkulaðikreminu sem gert er með því að bræða suðusúkklaðið í vatnsbaði við vægan hita.
  Þegar það er bráðnað jafnt, er sýrða rjómanum og olíu hrært vel saman við. Smurt á kökuna.
  Má setja aftur í frysti og geyma þangað til nota á kökuna.
  Skreytt með t.d. jarðarberjum, kiwi, bláberjum eða vínberjum áður en hún er borin fram.
  Má bera þeyttan rjóma fram með þessari köku.

  Uppskrift: María Ögmundsdóttir

Leiðbeiningastöð heimilanna

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 1135;
lh@leidbeiningastod.is