Nautasteik

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

  • 1 kg nautakjöt, bógur eða framhryggsvöðvi
  • olía og smjör til steikingar
  • 2 laukar
  • 2 hvítlauksrif
  • 4 gulrætur
  • salt og pipar
  • 1 tsk timjan, þurrkað eða 1 msk ferskt
  • 3/4 l nautakraftssoð
  • sósujafnari
  • sósulitur, ef vill

Directions

  1. Kjötið er brúnað í heitri feitinni á öllum hliðum. Grænmetið skorið í bita og síðan steikt með á pönnunni.
    Kjötkrafinum hellt út á og allt látið malla við vægan hita í ca 1 1/2 - 2 klst eða þangað til kjötið er orðið meyrt. Snúa skal steikinni þegar suðutíminn er hálfnaður.
    Kjötið tekið upp úr og lagt á fat ásamt grænmetinu. Eins má mauka grænmetið í soðinu og fá þannig enn bragðmeiri sósu.
    Sósan jöfnuð og í hana bætt sósulit ef vill.

    Borin fram með soðnum kartöflum, rifsberjahlaupi og jafnvel Waldorfsalati.