Lifrarkæfa

2.3/5 hattar (4 atkvæði)

Ingredients

  • 1 kg svínalifur
  • ½ kg svínaspekk
  • 3-4 laukar
  • Uppbakaður jafningur
  • 120 g smjör eða smjörlíki
  • 200 g hveiti
  • 8 dl nýmjólk
  • 4 egg
  • 2 msk salt
  • 2 tsk hvítur pipar
  • 2 1/2 allrahanda

Directions

  1. Allt hakkað saman. (Lifur og spekk fæst nú orðið hakkað). 

  2. Jafningur
    Smjör og hveiti bakað upp á venjulegan hátt og þynnt með mjólkinni. Eggjunum bætt út í einu og einu í senn og má jafningurinn ekki sjóða eftir það. Kryddinu hrært vel saman við.
    Hakkhrærunni blandað vel saman í nokkrum skömmtum þangað til allt verður jafnt.
    Sett í álform (að 3/4 hluta) og bakað við 200° hita  í vatnsbaði í ca. 1 klst. eða þangað til kæfan er orðin stíf í gegn.
    Má frysta bæði soðna og ósoðna. Gott er að bera fram steikt akon og sveppi með heitri kæfunni.

    Uppskrift: Bókaverðir á Bókasafni Kópavogs (2002)  Upphaflega dönsk uppskrift.