Rækjur og hörpufiskur sett í skál, má vera aðeins frosið. Út á hann fara smátt saxaðar asíur, safi, laukur og basilika. Olífurnar skornar í sneiðar og bætt við. Safinn úr öðru súraldinu kreistur yfir og hitt skorið í þunna báta og sett út í. Kryddað aðeins með salti og pipar.
Látið bíða í kæliskáp í 2-3 klst.
Salatblöðum raðað fallega á disk og sjávarréttum þar yfir. Og skreytt með heilum basilikublöðum.