Kryddlegnir sjávarréttir

4.0/5 rating 1 vote

Ingredients

  • 100 g rækjur
  • 100 g hörpufiskur
  • nokkrar sneiðar niðursoðnar asíur + smá safi má fara með
  • 2 súraldin, (lime)
  • 1/2 rauðlaukur
  • ca 10 svartar olífur
  • ögn af pipar og salti
  • 1 msk söxuð fersk basilika
  • nokkur salatblöð

Directions

  1. Rækjur og hörpufiskur sett í skál, má vera aðeins frosið. Út á hann fara smátt saxaðar asíur, safi, laukur og basilika. Olífurnar skornar í sneiðar og bætt við. Safinn úr öðru súraldinu kreistur yfir og hitt skorið í þunna báta og sett út í. Kryddað aðeins með salti og pipar.
    Látið bíða í kæliskáp í 2-3 klst.
    Salatblöðum raðað fallega á disk og sjávarréttum þar yfir. Og skreytt með heilum basilikublöðum.