Kryddkaka

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

 • 150 g smjörlíki, lint
 • 200 g púðursykur, dökkur
 • 2 egg
 • 350 g hveiti
 • 1 tsk matarsódi
 • 2 tsk kanill
 • 1 tsk negull
 • 2 dl súrmjólk

Directions

 1. Eggin þeytt lauslega saman og smjörlíki og púðursykur hrært saman við og þeytt vel.
  Þurrefnum bætt smátt og smátt út í til skiptis með súrmjólkinni.
  Bakað í vel smurðu formkökuformi við meðalhita í tæplega 1 klst.

Leiðbeiningastöð heimilanna

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 1135;
lh@leidbeiningastod.is