Klassísk tómatsúpa

0.0/5 hattar (0 atkvæði)
 • Ready in: 80 mín
 • Complexity: medium
 • Origin: Súpur

Ingredients

 • 25 g smjör
 • 1 laukur, skorinn í þunnar sneiðar
 • 1 kg tómatar, afhýddir og kjarnar fjarlægðir, skornir í bita
 • 2 kartöflur, skornar í bita
 • 100 ml rjómi
 • salt og pipar
 • nýrifinn parmesan ostur
 • smjörsteikir brauðteningar, bornir með

Directions

 1. Bræðið smjörið og látið laukinn mýkjast í því í um 5 mínútur. Bætið tómötunum í og leyfið að malla í um 15 mínútur. Saltið piprið og hellið  750 ml af vatni yfir, bætið kartöflunum í og látið krauma í 1 klst. Maukið súpuna með töfrasprota eða í matvinnsluvél, hitið hana með rjómanum og berið fram með osti og brauðteningum. 

Leiðbeiningastöð heimilanna

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 1135;
lh@leidbeiningastod.is