Kjúklingabaunaréttur

3.0/5 hattar (5 atkvæði)

Ingredients

 • 2 dl kjúklingabaunir eða 1 dós niðursoðnar kjúklingabaunir
 • 1 laukur
 • 2 hvítlauksrif
 • matarolía
 • 1 dl þurrkuð trönuber
 • 1 dl sveskjur
 • 1 dl döðlur
 • 1 dós niðursoðnir hakkaðir tómatar
 • 1 1/2 - 2 dl eplasafi
 • 1 tsk Garam masala
 • 1/2 salt
 • 1/4 tsk svartur pipar
 • 1 dl furuhnetur

Directions

 1. Ef notaðar eru ósoðnar baunir þarf að leggja þær í bleyti í 8-10 klst.
  Vatninu hellt af þeim og þær soðnar í ca 1 klst.
  (Dósabaunum er hellt í sigti og skolaðar úr köldu vatni).
  Laukur og hvítlaukur saxaður og mýktur í heitri olíu á pönnu.
  Sveskjur og döðlur skornar fremur smátt og þeim ásamt trönuberjum, tómötum, Garam masala og eplasafa bætt á pönnuna.
  Látið sjóða í 20 mínútur við vægan hita.
  Kjúklingabaununum bætt saman við, saltað og piprað og hitað í gegn.

 2. Furuhneturnar léttristaðar á heitri pönnur og dreift yfir réttinn þegar hann er borinn fram, ásamt góðu brauði og grænu salati.