Aðferð
Kjötið sett í pott ásamt lárviðarlaufi, hluta af saltinu og sjóðheitu vatni hellt yfir; það á rétt að fljóta yfir kjötið. Soðið við fremur hægan hita þar til kjötið er það meyrt að það losni auðveldlega frá beinunum. Kjötið tekið upp úr soðinu, beinhreinsað og hakkað.
Laukurinn settur í soðið, ásamt kjötkrafti og Aromati og látið malla nokkra stund.
Soðið síað í annan pott og soðið niður í loklausum potti þar til ca 1,5 dl er eftir. Þá er hakkið sett út í og hrært vel saman. Kryddað með allrahanda, salti og pipar eftir smekk.
Tekið af hitanum og hrært mjög vel, sett í mót og kælt.
Gott er að frysta kæfuna í mátulegum skömmtum.
Ath. Krydd- og saltbragð dofnar heldur við frystingu.