Kartöfluklattar

4.0/5 rating 1 vote

Ingredients

  • 500 g kartöflur, hráar
  • 100 gr laukur
  • 1 egg
  • 3 msk hveiti
  • 1/2 tsk salt
  • 1/4 tsk kúmenfræ
  • svartur pipar
  • olía til að steikja úr

Directions

  1. Kartöflurnar eru rifnar gróft, settar í sigti og safi pressaður úr þeim, ekki þó þannig að þær verði alveg þurrar.

    Settar í skál og gróft rifnum lauknum ásamt afgangi af hráefnum hrært varlega saman við. Kúmenfræin marin aðeins með hnífsblaði áður en þau eru sett saman við.

    Olían hituð á pönnu og bakaðir klattar við meðalhita þangað til þeir eru gullnir og fallegir á litinn. Ágætt að dreypa smávegis af olíu yfir þá þegar steikingu lýkur.

    Bornir fram með kotasælu m/hvítlauk, soðnum bygggrjónum og smáttsaxaðri agúrku.