Karrýfiskur

3.8/5 hattar (5 atkvæði)

Ingredients

  • 600 g ýsuflak
  • 2 dl hrísgrjón t.d. jasmín
  • 4 dl vatn
  • salt
  • Sósa
  • 4 msk majónes
  • 2 dl súrmjólk eða grísk jógúrt
  • 2 tsk gott karrí
  • örl. af Aromati
  • 1 tsk Maldon-salt ofan á fiskinn.
  • 100 g sveppir
  • 4 msk rifinn ostur

Directions

  1. Hrísgrjónin eru soðin þangað til þau er rétt mátuleg undir tönn.
    Það sem fer í sósuna er hrært saman í skál.
    Soðin hrísgrjónin eru sett í smurt eldfast fat, þjappað aðeins og þessu næst er fiskinum, sem skorin hefur verið í bita, raðað yfir og Maldon-saltinu stráð ofan á. Sneiddum sveppum dreift yfir.
    Og sósunni þessu næst hellt yfir og jafnað út.
    Bakað í ofni við 200° hita í ca 30 mín. og þá er rifnum ostinum dreift yfir og bakað í 10 mín. í viðbót eða þangað til osturinn hefur fengið á sig gulbrúnan lit.

    Gera má réttinn enn sparilegri með því að setja rækjur á móti fiskinum.