Kanil jólatré

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

  • 14 dl hveiti
  • 1 og 1/2 dl sykur
  • 1/2 tsk salt
  • 100 g smjör
  • 4 tsk þurrger
  • 6 dl ylvolg mjólk
  • 1/2 tsk kardimommudropar
  • Brætt smjör, kanilsykur og súkkulaðidropar (má sleppa) til að pensla á og strá á trén.

Directions

  1. Aðferð:

    Hitið mjólkina þar til hún er ylvolg. Bætið geri og sykri í mjólkina. Látið standa á hlýjum stað í 10 mínútur. Mælið allt annað í skál. Hellið volgum vökvanum saman við og blandið deiginu vel saman með sleif. Hnoðið vel og látið svo lyfta sér í 40 mínútur. Hnoðið deigið aftur og fletjið út frekar þunnt. Skerið út jólatré eða aðrar jólafígúrur. Penslið með bræddu smjöri og stráið kanilsykri yfir. Skreytið með súkkulaðidropum og bakið í u.þ.b. 12 mínútur efst í ofni.  Við 210°C með blástri. 

    Borðið jólatréin meðan þau eru enn heit eða skellið þeim í frysti og hitið svo upp í í örbylgjuofni eða bakarofni jafnóðum og þau eru borðuð. 

     

    Þessi uppskrift birtist í jólablaði Húsfreyjunnar 2008