Jólakryddkaka

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

 • 1 krukka sultuð kirsuber (ca 3 dl)
 • 5 egg
 • 75 g hunang
 • 125 g strásykur
 • 1 ¼ dl rjómi
 • 130 g hveiti
 • 30 g gott kakó
 • 2 tsk lyftiduft
 • 3 negulnaglar, létt mulinn
 • 3 stjörnuanísar, létt mulinn
 • 1 tsk kanill
 • 1 vanillustöng (korn og stöng)
 • 100 g suðusúkkulaði (56%)
 • 100 g möndlur, afhýddarog malaðar
 • 80 g smjör
 • ½ dl koníak
 • flórsykur
 • þeyttur rjómi, ef vill.

Directions

 1. Kirsuberjunum hellt í sigti og safinn látinn dreypa vel af þeim. (upplagt að geyma hann sem sósu á ís eða með kökunni).
  Egg, sykur og hunang þeytt vel saman, eða þangað til blandan verður ljós og létt.

  Rjóminn settur í pott ásamt muldum negul, stjörnuanís og vanillustönginn,i sem hefur verið skorin sundur og kornin skafin út í ásamt stönginni í og hitað að suðu við vægan hita. Tekið af hellunni og lok sett á pottinn og látið standa í 5 mínútur.

  Hitað aðeins aftur og kryddið sigtað frá. Súkkulaðið brotið í stykki og látið í skál og heitum rjómanum hellt yfir. Hrært vel í þangað til súkkulaðið bráðnað.

  Hveiti, kakó, lyftiduft og kanil sigtað í skál. Möluðum möndlunum blandað út í. Blandað vel saman. Takið frá ca 2 msk af þurrefnunum.

  Smjörið brætt í potti

  Súkkulaðihrærunni hellt út í eggjablönduna og hrært vel saman. Þurrefnum blandað varlega saman við, hrært saman og nú er smávegis af deiginu sett út í brætt smjörið í pottinum og hrært vel saman og sett aftur til baka í deigið ásamt koníakinu og blandað vel saman.

  Deiginu hellt í kringlótt vel smurt smelluform og sykri stráð á botninn áður.

  Kirsuberjunum velt lauslega upp úr hveitiblöndunni sem haldið var eftir. Þeim er dreift yfir deigið.

  Kakan bökuð í forhituðum ofni við 160° í a.m.k. 50 mínútur.

  Látin kólna í forminu í góða stund og síðan hvolft á kökufat.
  Flórsykri sáldrað yfir áður en kakan er borin fram.

  Borin fram með þeyttum rjóma eða ís ef vill.

  Uppskrift: Ivan Andersen DK

Leiðbeiningastöð heimilanna

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 1135;
lh@leidbeiningastod.is