Jólatrésbrauð

5.0/5 rating 1 vote
Jólatrésbrauð

Ingredients

 • 5 dl mjólk
 • 80 g smjör
 • 2 msk þurrger
 • 750 g hveiti
 • 1 tsk salt
 • 80 g sykur
 • ---------
 • 1 egg, samanpískað
 • Skrautsykur

Directions

 1. Hitið mjólk og smjör saman þar til það er fingurvolgt eða um það bil 37°C. Setjið ger út í mjókina og hrærið þar til það er uppleyst. Blandið hveiti, salti og sykri saman í skál, vætið með gerblöndunni og hnoðið samfellt deig. Breiðið plastfilmu eða viskastykki yfir skálina og látið deigið hefast u.þ.b. klukkutíma eða í kæliskáp yfir nótt. Setjið bökunarpappír á ofnplötu.

 2. Formið bollur og raðið upp í jólatré, hafið aðeins bil á milli bollanna því þær eiga eftir að hefast og síðan stækka enn meira við bakstur. Látið deigið hefast aftur á plötunni í 30 mínútur eða þar til það hefur tvöfaldast að stærð.

 3. Hitið ofninn í 220°C . Penslið deigið með eggi og stráið skrautsykri yfir. Bakið í miðjum ofni í 8-10 mínútur. 

   

   

   

  Þessi uppskrift birtist í Húsfreyjunni 4. tbl 2014

Leiðbeiningastöð heimilanna

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 1135;
lh@leidbeiningastod.is