Hvít súkkulaðikaka í skál

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

 • 3 dl rjómi
 • 3 dl sýrður rjómi (38%)
 • 600 g hvítt súkkulaði
 • 100 g makkarónukökur
 • 100 g ljósar rúsínur
 • 1 dl ljóst sherry
 • Sósa
 • 250 g skógarberjablanda (frosin)
 • 100 g strásykur

Directions

 1. Rúsínurnar eru lagðar í bleyti yfir nótt í sherríið.
  Rjóminn er þeyttur mjúkur og út í hann er sýrði rjóminn hrærður.
  Súkkulaðið brætt í vatnsbaði við vægan hita. Og því næst hrært volgu saman við rjómablönduna.
  Helmingurinn af makkarónukökunum er raðað á botn í fallegri skál og yfir þær fer ca 1/3 af bleyttum rúsínunum.
  Þá er helmingnum af rjómakreminu hellt yfir og dreift vel úr og því næst afganginum af makkarónukökunum. Þá aftur 1/3 af rúsínum og því sem eftir er af rjómakreminu.
  Sett í kæli í a.m.k. 6 klst.
  Rúsínurnar sem eftir eru dreiift yfir til skrauts.

  Sósa 
  Ber og sykur sett í pott og soðin við vægan hita í 10-15 mínútur. Hrært vel í.

  Borin fram með kökunni heit eða köld. Einnig má bera fram t.d. fersk jarðarber eða önnur ber með.

Leiðbeiningastöð heimilanna

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 1135;
lh@leidbeiningastod.is