Laukurinn er brytjaður frekar smátt og mýktur í smjöri á pönnu. Gæta vel að hitanum því laukurinn má ekki brúnast. Þegar hann er mátulegur er hann veiddur upp af pönnunni og settur til hliðar.
Bætt við meira af smjöri á pönnuna og humarhalarnir steiktir smástund (eiga ekki að gegnumsteikjast), saltað aðeins og piprað.
Þá eru þeir teknir af pönnunni og geymdir og laukurinn ásamt hvítlauknum, sem saxaður er smátt settur á pönnuna og hvítvíninu hellt yfir og látið sjóða upp að mestu við vægan hita.
Að lokum er rjómanum hellt út á og látin malla aðeins og síðan eru humarhalarnir látnir aftur á pönnuna og hitað í örfáar mínútur.
Þeim síðan raðað á grunna forréttadiska og sósunni dreift yfir, (má vera ríkulegt af henni).
Borið fram með ristuðu brauði eða snittubrauði ásamt smjöri.
Uppskrift:
Helgi Þór Arason