Hreindýrasteik

3.0/5 hattar (3 atkvæði)

Ingredients

  • 6-800 g vöðvi
  • smjör til steikingar
  • salt og pipar

Directions

  1. Vöðvinn er brúnaður á heitri pönnu í smjöri á öllum hliðum og kryddaður með salti og pipar.

  2. Passa þarf að hitinn sé ekki of mikill svo kjötið brenni ekki, heldur einungis brúnist. 

  3. Síðan er kjötið steikt í heitum ofni við 110° á blæstri þar til það er orðið miðlungs steikt (medium, ca 55° hiti í miðjum vöðvanum). 
    Tími fer eftir stærð vöðva. 

  4. Gott er að bera snöggsteikt eða léttsoðið grænmeti og ferskt salat með þessum rétti. Einnig má hafa Valdorfsalat eða eplasalat, kryddsoðnar perur og jafnvel sætt ávaxta- eða berjamauk.

  5. Uppskrift: Kristján Rafn Heiðarsson, matreiðslumeistari. Hrunaréttir, 2008.