Blómkálið er skolað vel úr köldu vatni. Skorin þunn sneið neðan af stilkinum, stt í heilu lagi í pott og soðið í léttsöltuðu vatni í ca 10-15 mínútur, eða þangað til kálið er meyrt.
Gæta þess að ofsjóða ekki. Tekið upp með spaða og sett í smurt eldfast mót með háum kanti.
Ath. að geyma ca 1 dl af soðinu í sósuna.
Sósa
Búin til uppbökuð sósa þ.e. smjörið brætt og hveitinu jafnað í. Þynnt smám saman með mjólk og soði. Kryddað eftir smekk og látið malla í 7-10 mín. Ostinum bætt út í og látin bráðna.
Sósunni er síðan hellt yfir blómkálið og osti stráð yfir, t.d. gratin osti.
Bakað í ofni við 220° hita þar til osturinn tekur á sig lit.
Uppskrift: Doris Briem.