Gæsabringa

0.0/5 hattar (0 atkvæði)
Gæsabringa

Ingredients

 • 600-800 g gæsabringa, (beinlaus og snyrt)
 • 80 g gulur laukur, (smátt saxaður)
 • grænn pipar 1-2 tsk (mulinn)
 • 50 g smjör
 • 0,5 dl koníak/brandy
 • 0,5 dl þurrt rauðvín
 • 1,5 dl rjómi
 • 2-2,5 dl dökkur kjötkraftur (Oscar)
 • ½-1 tsk salt og pipar eða eftir smekk
 • 1 tsk Dijon sinnep
 • maísena sósujafnari eftir þörfum

Directions

 1. Gæsabringan er brúnuð í smjöri á vel heitri pönnu, krydduð með salti og pipar og steikt þar til hún er ca miðlungssteikt (medium). 

 2. Tekin af pönnunni og laukurinn settur á pönnuna og brúnaður gullinbrúnn. 

 3. Þá er piparnum bætt út í, látið krauma í smá stund. Koníaki og rauðvíni bætt á pönnuna og það látið sjóða niður til helminga með lauknum og piparnum.

 4. Nú er rjómanum bætt út í ásamt kjötkrafti og Dijon sinnepi. Sósan er látin sjóða rólega í ca 1 mínútu. 
  Sósan þykkt með maísena sósujafnara og smökkuð til með salti og pipar og e.t.v. kjötkrafti ef svo þykir þurfa.
   

 5. Að síðustu er gæsabringurnar settar út í og þær látnar hitna í sósunni í smá stund áður en þær eru bornar fram. Ekki má sjóða bringurnar í sósunni. 

 6. Gott er að skera bringurnar í þunnar sneiðar (transera) áður en þær eru bornar fram. 
  Þá er smávegis af sósunni hellt yfir bringurnar og restin af sósunni borin fram í sósukönnu.
  Meðlæti með þessum rétti er t.d. ristaðar kartöflur og ferskt grænmeti.

  Uppskrift: Kristján Rafn Heiðarsson, matreiðslumeistari. Hrunaréttir, 2008.